Print

Mál nr. 547/2002

Lykilorð
  • Kærumál
  • Gæsluvarðhald. A. liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991

Föstudaginn 13

 

Föstudaginn 13. desember 2002.

Nr. 547/2002.

Lögreglustjórinn í Reykjavík

(Egill Stephensen saksóknari)

gegn

X

(Einar Þór Sverrisson hdl.)

 

Kærumál. Gæsluvarðhald. A liður 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a. liðar 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991.

 

Dómur Hæstaréttar.

Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 10. desember 2002. Kærumálsgögn bárust réttinum 12. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. desember 2002, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. desember nk. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar.

Sóknaraðili krefst þess að úrskurður héraðsdómara verði staðfestur.

Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur.

Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur.

Dómsorð:

Hinn kærði úrskurður er staðfestur.

 

 

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. desember 2002.

Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur krafist þess að X verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. desember 2002 klukkan 16:00.

[...].

[...].Fangelsisrefsing er lögð við þeim verknaði sem kærða er grunuð um. Rannsókn málsins er ekki lokið og rökstuddur grunur er um að um sé að ræða skipulagðan og umfangsmikinn innflutning á fíkniefnum, sem kærða og Y eigi aðild að. Hætta er á að kærða geti torveldað áframhaldandi rannsókn málsins fari hún frjáls ferða sinna. Þykja því skilyrði a liðar. 1. mgr. 103. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála vera uppfyllt. Ber með vísan til þessa að taka til greina kröfu lögreglustjórans í Reykjavík eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Ekki er efni til að gæsluvarðhaldinu sé markaður skemmri tími en krafist er.

Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóminn.

Ú R S K U R Ð A R O R Ð:

 Kærða, X, sæti gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. desember 2002 klukkan 16:00.