Mál nr. 337/2017
- Kærumál
- Frávísunarúrskurður staðfestur
Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem nánar tilgreindum ákærulið í máli ákæruvaldsins gegn varnaraðilum var vísað frá dómi þar sem í engu var vikið að því á hvaða tímabili brotið hefði átt sér stað, sbr. c. lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008.
Dómur Hæstaréttar.
Mál þetta dæma Benedikt Bogason hæstaréttardómari og Ingibjörg Benediktsdóttir og Ingveldur Einarsdóttir settir hæstaréttardómarar.
Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar með kæru 29. maí 2017, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kært er ákvæði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 26. maí 2017, þar sem nánar tilgreindum ákærulið í máli ákæruvaldsins gegn varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í a. lið 2. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Sóknaraðili krefst þess að ákvæði dómsins um frávísun ákæruliðarins verði fellt úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka hann til efnisúrlausnar.
Varnaraðilar hafa ekki látið málið til sín taka fyrir Hæstarétti.
Samkvæmt c. lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga. Varnaraðilanum X er í 2. lið A. hluta ákæru 13. júní 2016 gefið að sök bókhaldsbrot með því að hafa rangfært bókhald varnaraðilans Þ ehf. Í ákæruliðnum er í engu vikið að því á hvaða tímabili umrætt brot hafi átt sér stað og getur því ekki átt við 2. málsliður 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 um heimild til að sakfella þegar ónákvæmni gætir í ákæru um tímasetningu brots. Fullnægir ákæruliðurinn því ekki fyrrgreindum skilyrðum c. liðar 1. mgr. 152. gr. laganna. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur.
Dómsorð:
Hinn kærði úrskurður er staðfestur.
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 26. maí 2017.
Málið er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 13. júní 2016, á hendur:
,,X, kt. […], [...], [...]
og Z ehf., kt. [...], [...], [...], fyrirsvarsmaður X, kt. [...]
og jafnframt á hendur eftirtöldum félögum til upptöku:
Z ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X,
Y ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X,
Ö ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X
og
Æ ehf., kt. [...], nú gjaldþrota,
[...], [...],
skiptastjóri [...], hdl.
A.
Á hendur ákærða X, sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélagsins Þ, kt. [...], fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa:
1. Staðið skil á efnislega röngum virðisaukaskattsskýrslum einkahlutafélagsins vegna allra uppgjörstímabila rekstraráranna 2010 til og með 2013, og hafa með því vantalið virðisaukaskattskylda veltu samtals að fjárhæð kr. 230.554.762 og virðisaukaskatt sem innheimtur var í starfseminni framangreind uppgjörstímabil, sem bar að standa ríkissjóði skil á, í samræmi við fyrirmæli IX. kafla laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, samtals að fjárhæð kr. 52.655.427, sem sundurliðast sem hér greinir:
Árið 2010
janúar – febrúar kr. (588.984)
mars – apríl kr. 147.794
maí - júní kr. 1.680.907
júlí – ágúst kr. 762.078
september – október kr. 5.175.654
nóvember – desember kr. 5.336.666
kr. 12.514.115
Árið 2011
janúar – febrúar kr. 1.101.071
mars – apríl kr. 1.284.917
maí - júní kr. 3.414.182
júlí – ágúst kr. 2.104.831
september – október kr. 4.037.083
nóvember – desember kr. 2.762.176
kr. 14.704.260
Árið 2012
janúar – febrúar kr. 94.849
mars – apríl kr. 2.081.338
maí - júní kr. 3.194.318
júlí – ágúst kr. 4.404.443
september – október kr. 2.851.602
nóvember – desember kr. 2.734.527
kr. 15.361.077
Árið 2013
janúar – febrúar kr. 832.705
mars – apríl kr. 2.503.021
maí - júní kr. 2.428.230
júlí – ágúst kr. 651.653
september – október kr. 3.244.035
nóvember – desember kr. 416.331
kr. 10.075.975
Samtals: kr. 52.655.427
2. Rangfært bókhald einkahlutafélagsins Þ, með því að vantelja tekjur þess, þannig að bókhaldið gaf ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna einkahlutafélagsins.
B.
Á hendur ákærða X fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til og með 2014, vegna tekjuáranna 2010 til og með 2013, með því láta undir höfuð leggjast að telja fram á skattframtölum sínum vegna fyrrgreindra ára, tekjur samtals að fjárhæð kr. 64.259.767, í formi innlagna viðskiptavina Þ ehf. inn á persónulegan bankareikning ákærða, sem skattskyldar eru sem tekjur samkvæmt 1. mgr. 1. tl. A-liðar 7. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003, sbr. einnig 19. og 21. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, en með því komst ákærði hjá að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð kr. 28.054.423, sem sundurliðast sem hér greinir:
Tekjuárið 2010:
Tekju- og útskattur:
Framtaldar tekjur kr. 1.152.000
Vantaldar tekjur kr. 22.085.960
Tekjuskattur, skattprósenta 24,10% kr. 300.768
Útsvar, útsvarsprósenta 13,03% kr. 162.614
(Tekjur af stofni 0 – 2.400.000 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 27,0% kr. 1.458.000
Útsvar, útsvarsprósenta 13,03% kr. 703.618
(Tekjur af stofni 2.400.001-7.800.000 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 33,0% kr. 5.094.527
Útsvar, útsvarsprósenta 13,03% kr. 2.011.568
(Tekjur af stofni yfir 7.800.000 kr.)
Ónýttur persónuafsláttur kr. 102.728
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals: kr. 9.628.367
Tekjuárið 2011:
Tekju- og útskattur:
Framtaldar tekjur kr. 3.302.400
Vantaldar tekjur kr. 18.718.807
Tekjuskattur, skattprósenta 22,9% kr. -
Útsvar, útsvarsprósenta 14,40% kr. -
(Tekjur af stofni 0-2.512.800 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 25,8% kr. 1.254.964
Útsvar, útsvarsprósenta 14,40% kr. 700.443
(Tekjur af stofni 2.512.801-8.166.600 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 31,8% kr. 4.405.765
Útsvar, útsvarsprósenta 14,40% kr. 1.995.065
(Tekjur af stofni yfir 8.166.600 kr.)
Ónýttur persónuafsláttur kr. 0
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals: kr. 8.356.237
Tekjuárið 2012:
Tekju- og útskattur:
Framtaldar tekjur kr. 1.424.640
Vantaldar tekjur kr. 16.705.000
Tekjuskattur, skattprósenta 22,9% kr. 305.797
Útsvar, útsvarsprósenta 14,48% kr. 193.360
(Tekjur af stofni 0-2.760.000 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 25,8% kr. 1.468.639
Útsvar, útsvarsprósenta 14,48% kr. 824.258
(Tekjur af stofni 2.760.001-8.452.400 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 31,8% kr. 3.077.362
Útsvar, útsvarsprósenta 14,48% kr. 1.401.266
(Tekjur af stofni yfir 8.452.400 kr.)
Ónýttur persónuafsláttur kr. 25.855
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals: kr. 7.244.827
Tekjuárið 2013
Tekju- og útskattur:
Framtaldar tekjur kr. 3.892.320
Vantaldar tekjur kr. 6.750.000
Tekjuskattur, skattprósenta 22,9% kr. -
Útsvar, útsvarsprósenta 14,48% kr. -
(Tekjur af stofni 0-2.897.702 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 25,8% kr. 1.285.301
Útsvar, útsvarsprósenta 14,48% kr. 721.361
(Tekjur af stofni 2.897.703-8.874.108 kr.)
Tekjuskattur, skattprósenta 31,8% kr. 562.291
Útsvar, útsvarsprósenta 14,48% kr. 256.039
(Tekjur af stofni yfir 8.874.108 kr.)
Ónýttur persónuafsláttur kr. 0
Vangreiddur tekjuskattur og útsvar samtals: kr. 2.824.992
Samtals vantaldar tekjur: kr. 64.259.767
Samtals vangreiddur tekjuskattur og útsvar: kr. 28.054.423
Framangreind brot ákærða X samkvæmt 1. tölulið A hluta og B hluta ákæru teljast varða við 1. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig:
a) 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005 að því er varðar 1. tl. A hluta ákæru.
b) 1. mgr. 109. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, og 2. mgr. 22. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaganna að því er varðar B hluta ákæru.
Framangreind brot ákærða X samkvæmt 2. tölulið A hluta ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39/1995, sbr. einnig:
c) 3. tölul. 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995.
Framangreind brot ákærða Þ ehf. samkvæmt ákæru teljast varða við:
a) 8. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 1. mgr. 40. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 3. gr. laga nr. 42/1995 og 3. gr. laga nr. 134/2005, að því er varðar 1. tölulið A hluta ákæru.
b) 40. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 37. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145/1994, um bókhald, sbr. 1. gr. laga nr. 37/1995, að því er varðar 2. tölulið A hluta ákæru.
Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
C.
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að eftirfarandi félög í eigu ákærða X verði dæmd til að sæta upptöku á eftirfarandi innistæðum á reikningum í Íslandsbanka hf. sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á þann 28. október 2013. Á haldlagningardegi var virði innistæðnanna kr. 6.279.400. Þann 2. júní 2016 var virði eignanna samtals að fjárhæð kr. 7.817.928. Upptökukrafan tekur einnig til áfallinna vaxta og verðmætaaukningar hinna haldlögðu verðmæta frá haldlagningardegi, til upptökudags.
Aðili: Reikningur: Staða28.10.2013 Staða 02.06.2016
Þ ehf.,
kt. [...] [...] kr. 5.237.677 kr. 6.533.220
Ö ehf.,
kt. [...] [...] kr. 633.926 kr. 855.336
Y ehf.,
kt. [...] [...] kr. 70.331 kr. 73.275
Z ehf..
kt. [...] [...] kr. 313.933 kr. 312.135
Æ ehf.,
kt. [...] [...] kr. 23.533 kr. 43.962
Samtals: kr. 6.279.400 kr. 7.817.928
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að ákærði Þ ehf. verði dæmt til að sæta upptöku á eftirfarandi eignum, sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á, á starfsstöð félagsins, [...], [...], þann 26. október 2013:
Muna nr. Tegund: Fjárhæð: Frekari lýsing:
385953 Fjármunir/peningaseðlar 150 dollarar uppgjör merkt 24.10.2013
385954 Fjármunir/peningaseðlar 13.500 kr.
340 dollarar
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að ákærði X verði dæmdur til að sæta upptöku á eftirfarandi eignum, sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á, á heimili hans, [...], [...], þann 26. október 2013:
Muna nr. Tegund: Fjárhæð: Frekari lýsing:
385971 Fjármunir/peningaseðlar 2.000.000 kr.
385972 Fjármunir/peningaseðlar 1.970 dollarar erlend mynt
3.210 evrur
1.000 danskar kr.
5 pund
385973 Ýmsir skartgripir hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur.
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að ákærði X verði dæmdur til að sæta upptöku á eftirfarandi eignum sem kyrrsettar voru þann 8. nóvember 2013, sbr. kyrrsetningargerð Sýslumannsins í Reykjavík nr. K-[...]/2013:
Nr. ökutækis tegund
[...] [...]
[...] [...]
[...] skotbómulyftari
Fasteignin [...], [...], fnr. [...].
Hlutir í Y ehf., kt. [...] og hlutir í Z ehf., kt. [...].
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að ákærði einkahlutafélagið Y, sem er í eigu ákærða X, verði dæmt til að sæta upptöku á eftirfarandi eignum sem kyrrsettar voru þann 8. nóvember 2013, sbr. kyrrsetningargerð Sýslumannsins í Reykjavík nr. K-[...]/2013:
Nr. ökutækis tegund
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að Z ehf., kt. [...], sem er í eigu ákærða X, verði dæmt til að sæta upptöku á eftirfarandi eignum sem kyrrsettar voru þann 8. nóvember 2013, sbr. kyrrsetningargerð Sýslumannsins í Reykjavík nr. K-[...]/2013:
Nr. ökutækis tegund
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að Z ehf., kt. [...], sem er í eigu ákærða X verði dæmt til að sæta upptöku á fasteigninni [...] fnr. [...], [...], sem kyrrsett var þann 28. maí 2014, sbr. kyrrsetningargerð Sýslumannsins í Reykjavík nr. K-[...]/2014:
D.
Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs krefst þess, með vísan til 2. mgr. 172. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, að ákærði Þ ehf. verði dæmt til að greiða bætur að fjárhæð kr. 52.655.427.
Fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs krefst þess, með vísan til 2. mgr. 172. gr. sakamálalaga nr. 88/2008, að ákærði X verði dæmdur til að greiða bætur að fjárhæð kr. 28.054.423.“
Héraðssaksóknari gaf hinn 6. september 2016 út svofellda framhaldsákæru á hendur:
„X, kt. [...],
[...], [...]
og
Þ ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X, kt. [...]
og jafnframt á hendur eftirtöldum félögum til upptöku:
Z ehf., kt. [...],
[..., [...],
fyrirsvarsmaður X,
Y ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X,
Ö ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X
skiptastjóri [...], hrl.
og
Æ ehf., kt. [...], nú gjaldþrota,
[...], [...],
skiptastjóri [...], hdl.
Bifreiðarnar [...]og [...] í eigu Y ehf. voru seldar eftir útgáfu ákæru, að beiðni ákærða X eiganda félagsins. Á c lið ákæru verða því gerðar svofelldar breytingar vegna kyrrsetningargerðar nr. K-[...]/2013:
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að ákærði einkahlutafélagið Y, sem er í eigu ákærða X, verði dæmt til að sæta upptöku á eftirfarandi eignum sem kyrrsettar voru þann 8. nóvember 2013, sbr. kyrrsetningargerð Sýslumannsins í Reykjavík nr. K-[...]/2013:
Nr. ökutækis tegund
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] ([...]) [...]
[...]([...]) [...]
Báturinn [...]
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að ákærði einkahlutafélagið Y, sem er í eigu ákærða X, verði dæmt til að sæta upptöku á innistæðum á bankareikningum sem embætti héraðssaksóknara hefur stofnað í Arion banka hf., nr. [...] og nr. [...]. Innistæðurnar eru andvirði sölu á bifreiðunum [...] og [...]. Á haldlagningardegi var virði innistæðnanna kr. 1.076.018 á bankareikningi nr. [...], [...] og kr. 209.615 á bankareikningi nr. [...], söluhagnaður [...]. Upptökukrafan tekur einnig til áfallinna vaxta og verðmætaaukningar hinna haldlögðu verðmæta frá haldlagningardegi, til upptökudags.“
Hinn 11. apríl 2017 gaf héraðssaksóknari út svofellda framhaldsákæru á hendur:
„X, kt. [...],
[...], [...]
og
Þ ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X, kt. [...]
og jafnframt á hendur eftirtöldum félögum til upptöku:
Z ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X,
Y ehf., kt. [...],
[...], [...],
fyrirsvarsmaður X,
Ö ehf., kt. [...],
[...], [...],
skiptastjóri [...], hrl.
og
Æ ehf., kt. [...], nú gjaldþrota,
[...], [...],
skiptastjóri [...] hdl.
Fasteignin [...] var seld á nauðungarsölu þann 6. apríl 2016. Endanleg úthlutun söluverðs eignarinnar var greitt 7. október 2016, þ.e. eftir útgáfu ákæru. Bifreiðin [...] í eigu Z ehf., var seld eftir útgáfu ákæru, að beiðni ákærða X eiganda félagsins.
Á c lið ákæru verða því gerðar svofelldar breytingar vegna kyrrsetningargerða nr. K-[...]/2014 og K-[...]/2013:
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b.
almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að Z ehf., kt. [...],
sem er í eigu ákærða X verði dæmt til að sæta upptöku á fasteigninni [...], [...],
sem kyrrsett var þann 28. maí 2014, sbr. kyrrsetningargerð Sýslumannsins í
Reykjavík nr. K-[...]/2014 á innistæðum á bankareikningum sem embætti
héraðssaksóknara hefur stofnað í Arion banka hf. [...]. Innistæðurnar eru
söluhagnaður vegna [...], og vegna [...]. Á haldlagningardegi var virði
innistæðanna kr. 7.712.513 á bankareikningi nr. [...], söluhagnaður vegna [...]
og kr. 20.980.431 á bankareikningi nr. [...], söluhagnaður vegna fnr. [...].
Upptökukrafan tekur einnig til áfallinna vaxta og verðmætaaukningar hinna
haldlögðu verðmæta frá haldlagningardegi, til upptökudags.
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að Z ehf., kt. [...], sem er í eigu ákærða X, verði dæmt til að sæta upptöku á eftirfarandi eignum sem kyrrsettar voru þann 8. nóvember 2013, sbr. kyrrsetningargerð Sýslumannsins í Reykjavík nr. K-[...]/2013:
Nr. ökutækis tegund
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
[...] [...]
Þess er krafist, með vísan til 69. gr. og 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með síðari breytingum, að ákærði Z ehf., sem er í eigu ákærða X, verði dæmt til að sæta upptöku á innistæðu á bankareikningi sem embætti héraðssaksóknara hefur stofnað í Arion banka hf., nr. [...]. Innistæðan er andvirði sölu á bifreiðinni [...]. Á haldlagningardegi var virði innistæðunnar kr. 339.519. Upptökukrafan tekur einnig til áfallinna vaxta og verðmætaaukningar hinna haldlögðu verðmæta frá haldlagningardegi, til upptökudags.“
Verjandi ákærða krefst aðallega frávísunar málsins, til vara sýknu og að bótakröfum verði vísað frá dómi.Til þrautavara er krafsist vægustu refsingar sem lög leyfa og að sýknað verði af bótakröfum en til vara að þær sæti lækkun. Þess er krafist að upptökukröfum verði hafnað. Málsvarnarlauna er krafist úr ríkissjóði samkvæmt tímaskýrslu.
Skiptastjóri Ö ehf. krefst þess að upptökukröfu sem beinist að þrotabúi félagsins verði hafnað og málskostnaður dæmdur að mati dómsins.
Fyrir liggur krafa Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns um greiðslu málsvarnarlauna vegna vinnu fyrir ákærða undir rannsókn málsins.
Tekin var skýrsla af ákærða hjá lögreglunni 27. maí 2016 þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins.
Nú verður rakinn framburður ákærða og vitnisburður fyrir dómi
Ákærði neitar sök og hafnar bótakröfum og upptökukröfum.
Verjandi ákærða krefst frávísunar málsins og reisti þá kröfu á því að rannsókn málsins væri ófullnægjandi auk þess að telja aðra galla sem hann taldi á málatilbúnaði ákæruvaldsins.
Ákæruvaldið andmælti frávísunarkröfunni.
Það er mat dómsins að engin haldbær rök hafi verið færð fram sem leiði til frávísunar málsins í heild eins og verjandinn krefst. Frávísunarkröfu hans er því hafnað.
A 1
Ákærði kveðst hafa grunnskólamenntun og hafa starfað við bílaviðgerðir. Á árunum 2010 til 2013 rak hann, auk bílaviðgerða, veitingastaðinn [...] í gegnum einkahlutafélagið Z en ákærði kvaðst hafa verið framkvæmdastjóri, prókúruhafi og stjórnarformaður félagsins þann tíma sem ákæran tekur til. Hann kvað félagið hafa verið kampavínsklúbb og lýsti hann rekstri þess og klúbbsins. Hann kvaðst ekki hafa haft mikla aðkomu að daglegum rekstri félagsins. Hann hefði reynt að sjá um félagið en hann hefði haft starfsmenn sem önnuðust innkaup o.fl. Þá hafði hann haft starfsmann til að annast bókhald og allt skjallegt er tengdist félaginu. Spurður um ábyrgð á skattskilum félagsins kvaðst ákærði hafa heyrt að lögum samkvæmt hvíldi ábyrgðin á honum en hann kvað A hafa verið bókara hjá félaginu og hann hefði annast allt sem laut að þessu en ákærði hefði komið gögnum til hans.
Borin var undir ákærða leiðréttingarskýrsla virðisaukaskatts og rafrænar skilagreinar allra greiðslutímabila rekstrarársins 2010. Ákærði kvað A hafa útbúið öll þessi gögn en ákærði sjálfur ekki útbúið nein skjöl.
Borin voru undir ákærða leiðréttingarskýrsla virðisaukaskatts og rafrænar skilagreinar allra greiðslutímabila rekstrarársins 2011. Ákærði kvað hið sama eiga við um þessa skýrslur. Ákærði kvað A hafa annast þessa skýrslugerð en ákærði komið öllum gögnum fyrirtækisins. Ákærði kveðst ekki vita hvaða gögn þetta voru þar sem hann hafi ekki fengið að sjá gögn sem lagt var hald á undir rannsókninni.
Ákærði kvað sömu sjónarmið og svör eiga við rafrænar virðisaukaskattsskýrslur vegna allra greiðslutímabila rekstrarársins 2012. A hafi annast allt er að þessu laut.
Bornar voru undir ákærða rafrænar virðisaukaskýrslur vegna fjögurra fyrstu greiðslutímabila rekstrarársins 2013 og virðisaukaskattsskýrslur vegna tveggja síðustu greiðslutímabila þess árs. Ákærði kvað hið sama eiga við og vísaði í því sambandi til A. Skilað var inn núllskýrslu vegna tveggja síðustu greiðslutímabila ársins 2013. Ákærði kvaðst hafa undirritað skýrslurnar en A hefði skilað þeim inn fyrir hönd ákærða.
Meðal gagna málsins eru yfirlit yfir innheimtan skattskyldan virðisaukaskatt Þ ehf. vegna rekstraráranna 2010 til og með 2013. Þar kemur fram að vangoldinn virðisaukaskattur nemur þeim fjárhæðum sem í ákæru greinir. Spurður um afstöðu til yfirlitanna kveðst ákærði ekki hafa þekkingu til að fara yfir þetta. Þess vegna hefði hann haft endurskoðanda til að vinna þessi verk.
Þá liggja fyrir yfirlit um gögn sem skattskyld velta og virðisaukaskattur er byggður á vegna greiðslutímabilanna sem um ræðir. Ákærði kvað hið sama eiga við um þetta, hann hafi ekki annast gerð virðisaukaskattsskýrslna og kvaðst enn vísa á A.
Niðurstaða ákæruliðar A 1
Ákærði neitar sök á þeirri forsendu að hann hafi falið öðrum að sjá um uppgjör virðisaukaskatts og gerð virðisaukaskattsskýrslna.
Ákærði var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður einkahlutafélagsins Þ á þeim tíma sem ákæran tekur til. Samkvæmt 44. gr. laga nr. 138/1994 um einkahlutafélög bar ákærða að sjá til þess að starfsemi félagsins væri í réttu horfi og að tryggja að félagið innti af hendi lögboðinn virðisaukaskatt og skilaði réttum virðisaukaskattsskýrslum eins og lög áskilja. Ákærði getur ekki varpað þessari ábyrgð á aðra.
Sannað er með gögnum sem rakin voru að framan og með öðrum gögnum málsins að ákærði hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og eru brot ákærðu rétt færð til refsákvæða í ákærunni
A 2
Ákærði kvaðst hafa safnað saman bókhaldsgögnum félagsins og komið þeim til A. Þetta hafi ákærði gert jafnóðum og afhent A gögnin. Spurður um það hvort bókhald félagsins hafi verið fært, kvaðst ákærði ekki muna nákvæmlega hvernig þetta var og hann viti ekki hvaða gögn voru á bak við það sem hann kom til A en ákærði telji að hann hafi fengið fullnægjandi gögn til færslu bókhaldsins. Hann kvaðst vísa á A varðandi færslu þess.
Niðurstaða ákæruliðar A 2
Ákærða er gefið að sök að hafa rangfært bókhald einkahlutafélagsins Þ. Ekki kemur fram í ákærunni hvaða tímabil eða ár átt er við. Þessi efnislýsing í ákæru er ekki í samræmi við c-lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 og er óhjákvæmilegt að vísa þessum ákærulið frá dómi.
B
Skattframtöl ákærða vegna gjaldaáranna 2011 til og með 2014 vegna tekjuáranna 2010 til og með 2013 liggja fyrir meðal gagna málsins og voru þau borin undir ákærða. Hann kannaðist ekki við þau og vísaði á A sem hefði annast gerð þeirra fyrir sig. Ákærði kveðst ekki muna nú hvaða gögn hann afhenti A vegna þessa en ákærði hefði skilað öllum gögnum til A vegna þessa. Ákærði kvaðst ekki geta svarað því hvort framtölin gæfu rétta mynd af tekjum hans tekjuárin sem um ræðir.
Meðal gagna málsins eru yfirlit sem sýna ætlaðar vanframtaldar launatekjur ákærða fyrir tekjuárin 2010 til og með 2013, samtals að fjárhæð 64.259.767 krónur sem sundurliðast á árin eins og lýst er í ákærunni. Þá liggja fyrir gögn og yfirlit um það hvaðan þessar ætluðu vanframtöldu tekjur koma. Spurður um athugasemdir við þetta kvaðst ákærði ekki muna þetta. Fyrir liggja yfirlit um innlagnir viðskiptavina [...] inn á bankareikning ákærða sem samtals nema fjárhæðinni sem rakin var að framan. Ákærði kvað þetta geta staðist. Hann kvað þessar fjárhæðir ekki allar hafa runnið til sín. Greiðslurnar hefðu að meira eða minna leyti farið aftur í gegnum rekstur klúbbsins og þar með í verktakagreiðslur til „stelpnanna“ eins og ákærði bar.
Ákærði var spurður um fasteignina [...] og hvernig hann eignaðist hana. Ákærði kvaðst, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, hafa keypt fasteign í [...] sem þau seldu á árinu 2009, að hann taldi, með ágætis hagnaði og hafði hann fengið peninga út úr þeirri sölu sem hann notaði til að kaupa fasteignina að [...], auk þess sem kaupin voru fjármögnuð með láni sem enn hvíli á eigninni. Engir fjármunir hefðu komið úr veitingarekstrinum til að fjármagna íbúðarkaupin eða önnur fasteignakaup eða bílakaup ákærða.
Fasteign að [...] hafi verið keypt með lánum að sögn ákærða.
Ákærði kvaðst hafa á sínum tíma hafa keypt bíl frá Bandaríkjunum, gert bílinn upp og komið í umferð en hann sé skráður á félagið Y. Hann kvað bílar sem hafa verið kyrrsettir og krafist er upptöku á m.a. í eigu Y. Bílarnir hafi verið í slæmu ástandi er ákærði keypti þá en gerði síðan upp. Þeir hafi nú staðið ónotaðir í 3 ½ ár og séu að verða ónýtir.
Ákærði kvað Z hafa átt vörubíla sem voru druslur að sögn ákærða. Hann gerði bílana upp en verðmætið minnki með hverjum deginum og enginn vilji kaupa þá.
Ákærði kvað Ö ehf. hafa verið rekstrarfélag fyrir vörubíla. Tekjur félagsins komu aldrei frá Þ eða frá rekstri tengdum því félagi. Það hafi verið óskyld mál.
Fjögur vitni báru fyrir dómi og hjá lögreglu um að hafa greitt inn á persónulegan reikning ákærða vegna viðskipta við Þ ehf. Nema þessar greiðslur alls 64.259.767 krónum eins og greinir í ákærunni.
Eins og rakið var liggja frammi yfirlit og gögn um innlagnir viðskiptavina [...] inn á bankareikning ákærða sem samtals nemur fjárhæðinni sem rakin var að framan og fyrir dómi kvað ákærði þetta geta staðist.
Vitnið A kvaðst hafa séð um bókhald fyrir félög ákærða X á árunum 2010 til 2013, m.a. Þ. Aðspurður hvort bókhaldið hefði verið fært fyrir Þ vegna rekstrarársins 2010 til og með 2013 kvað vitnið það hafa verið gert að hluta. Gjaldhliðin hafi verið færð en tekjuhliðin hafi ekki verið færð að fullu. Skýringin sé sú að gögnin sem vitnið fékk frá ákærða X og veitingahúsinu hafi verið óskýr og ekki fullnægjandi og því ekki unnt að færa tekjuhliðina en hann hefði fengið þær skýringar að einhver vandamál væru með hana. Hann fékk gögn í slumpum en ekki jafnóðum. Hann hafi geymt gögnin á skrifstofu sinni en á tekjuhliðinni fékk hann aldrei fullnægjandi skýringar og viti ekki hvernig varðveislu þeirra gagna var háttað. X kvaðst hafa gengið á eftir frekari gögnum en framtölum hafi ekki verið skilað eftir rekstrarárið 2010 eða 2011, að hann taldi, en það var síðasta framtalið sem hann skilaði. Framtölin fyrir önnur ár fóru ekki inn vegna ófullnægjandi gagna. Vitnið kvaðst hafa fengið fjárstreymisuppgjör sem hafi verið gögn sem hann fékk afhent en hann hafi alltaf fengið þær skýringar hjá ákærða X og starfsmönnum hans að eitthvað væri að þessum gögnum og að ekki væri byggjandi á þeim. Hann hefði því ekki getað notað þau sem bókhaldsgögn þar sem þau væru ekki í lagi.
Meðal gagna málsins eru innsend skattframtöl Þ rekstrarárin 2010 og 2011 og leiðréttingarskýrslur. Vitnið kvaðst hafa unnið þessi skattframtöl og hann hafi talið sig hafa fengið fullnægjandi gögn og skriflega yfirlýsingu frá ákærða X til að vinna þau. Hið sama eigi við um leiðréttingarskýrslu vegna rekstrarársins 2010 og sams konar skýrslu vegna rekstrarársins 2011. Vitnið taldi þannig að framtölin gæfu rétta mynd af tekjum og gjöldum félagsins miðað við þau gögn og skýringar sem hann fékk og hafði undir höndum. Hann hafi borið skattframtölin og leiðréttingarskýrslurnar undir ákærða X áður en þeim var skilað og ákærði því vitað niðurstöðuna.
Fyrir liggja rafrænar virðisaukaskattsskýrslur vegna allra greiðslutímabila ársins 2012 og fyrstu fjögur greiðslutímabil ársins 2013. A kvaðst hafa útbúið skýrslurnar og skilað inn. Þessar skýrslur hafi verið unnar á grundvelli gagnanna sem fjallað var um að ofan, þ.e. gjöld félagsins hafi verið færð en um tekjur hafi verið munnlegar upplýsingar. Þá liggja fyrir núllskýrslur vegna tveggja síðustu greiðslutímabila ársins 2013. A kvaðst hafa útbúið skýrslurnar en ekki skilað þeim heldur afhent ákærða X þær. Skýrslurnar voru útbúnar eftir lokun starfseminnar.
Vitnið A kvaðst hafa unnið persónuleg skattframtöl ákærða X fyrir tekjuárin 2010 til og með 2013. Árið 2010 voru tekjur frá Reisn 1.200.000 krónur. Þetta hafi verið unnið út frá bókfærðum tekjum hjá félaginu en hann hafi ekki fengið upplýsingar um frekari tekjur ákærða. Hið sama eigi við um hin tekjuárin sem eftir standa. Hann hafi ekki haft neinar upplýsingar um aðrar tekjur ákærða þau ár. Hann hafi farið yfir skattframtölin með ákærða X áður en þeim var skilað.
Niðurstaða ákæruliðar B
Ákærði neitar sök. Sannað er með framburði ákærða og vitnisburði þeirra sem lögðu inn á persónulegan bankareikning ákærða og með gögnum þar að lútandi að lagðar voru inn á persónulegan bankareikning ákærða samtals 64.259.767 krónur sem sundurliðast eins og lýst er í ákærunni. Ákærði taldi þessar tekjur ekki fram á skattframtölum sínum vegna tekjuáranna 2010 til og með 2013 eins og lög áskilja en tekjurnar voru skattskyldar samkvæmt þeim lagaákvæðum sem vísað er til í ákærunni. Með þessu komst ákærði hjá því að greiða tekjuskatt og útsvar að fjárhæð 28.054.423 krónur.
Brot ákærða samkvæmt þessum ákærulið eru rétt færð til refsiákvæða í ákærunni.
Ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Refsing hans er ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga. Mjög langur tími er liðinn frá því ákærði framdi broti sín. Að öllu þessu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákvörðuð fangelsi í 12 mánuði. Langur tími er liðinn frá framningu brotanna og verður ákærði ekki sakaður um dráttinn á málinu. Þykir því rétt að skilorðsbinda refsivistina eins og í dómsorði greinir.
Auk refsivistar ber að dæma ákærða og Þ ehf. til greiðslu sektar. Eins og sakarefninu er háttað þykir sekt ákærða X hæfilega ákvörðuð 242.000.000 króna þar af greiði hann 158.000.000 króna óskipt með ákærða Þ ehf.
Undir dómsmeðferð málsins var fallið frá upptökukröfunni að því er varðar ýmsa skartgripi, hringi, Rolex úr, hálskeðjur og bindinælur.
Með vísan til 69. gr. og 69. gr. b almennra hegningarlaga eru uppfyllt skilyrði laganna til að dæma upptækar til ríkissjóðs eftirtaldar eignir Þ ehf.: Innstæðu á bakareikningi [...], 490 dollara og 13.500 krónur.
Aðrar eignir sem krafist er að dæmdar verði upptækar varða ekki Þ ehf. Eins og rakið var var lagt hald á þessi verðmæti undir rannsókn málsins hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem til rannsóknar voru önnur brot en þau sem ákært er fyrir. Í framangreindu bréfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12. janúar 2016, segir að meðal sakarefna sem rannsökuð voru hafi verið brot gegn 206. gr. almennra hegningarlaga og peningaþvættisákvæði 264. gr. almennra hegningarlaga. Í rannsóknargögnum þessa máls er ekkert um þetta enda ekki ákært fyrir brot gegn þessum lagaákvæðum. Gögn um hina haldlögðu og kyrrsettu muni, sem nú er krafist upptöku á, fylgdu með málinu er það var sent frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til héraðssaksóknara. Þar fór því engin rannsókn fram á því hvort hinir haldlögðu munir tengdust eitthvað brotum ákærða sem hér er ákært vegna. Þá liggur ekkert fyrir um það hvenær ákærði X eða félögin sem um ræðir eignuðust þessi verðmæti svo sem hvort það var áður en ákærði framdi brotin sem hann er nú sakfelldur fyrir. Ákærði hefur andmælt upptökukröfunum og hefur hann m.a. sýnt fram á það hvernig hann eignaðist fasteignina að [...] og verður ekki betur séð en að það hafi ekkert með sakarefni málsins að gera. Ákærði hefur skýrt frá því að þessar eignir tengist ekkert rekstri Þ ehf. eins og rakið var hvorki varðaandi fasteignina [...] né og bifreiðar og annað lausafé sem hér um ræðir. Í greinargerð með lagafrumvarpinu sem varð að lögum 149/2009 segir að tilgangur ákvæðisins sem varð að 69 gr. b sé einkum að ná til einstaklinga sem hafi lifibrauð sitt eða verulegar tekjur af brotastarfsemi og megi gera ráð fyrir því að ákvæðinu verði aðallega beitt vegna innflutnings ávana- og fíkniefna, auðgunarbrota og annarrar skipulegrar brotastarfsemi. Í samræmi við þetta er óþekkt að lagt sé hald á verðmæti eins og þau sem hér um ræðir við rannsókn brota eins og þeirra sem um getur í málinu. Skýringa á hinum haldlögðu munum er að leita í því að við rannsókn málsins hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu var til rannsóknar allt annað sakarefni eins og rakið var og kann við þær aðstæður að hafa verið eðlilegt að leggja hald á þessa muni. Að þessu virtu og að virtum tilganginum með setningu laga nr. 149/2009 sem breyttu almenum hengingarlögum og varða upptöku, hryðjuverk, skipulagða brotastarfsemi, mansal og peningaþvætti, er það mat dómsins, að ekki séu uppfyllt lagaskilyrði til að dæma önnur verðmæti upptæk en þau sem nefnd voru og sem voru eign Þ ehf. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða og félögin af öðrum upptökukröfum.
Í 173. gr. laga nr. 88/208, um meðferð sakamála, er því lýst hvað skuli koma fram í einkaréttarkröfu. Skaðabótakrafa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, uppfyllir ekki skilyrði lagagreinarinnar og ber að vísa henni frá dómi.
Ríkissjóður greiði þrotabúi Ö ehf. 250.000 krónur í mákostnað.
Eins og rakið var hófst rannsókn á hendur ákærða og Þ ehf. í október 2013. Ráða má af gögnum málsins að mestur hluti vinnu verjenda hefur verið vegna við það er tengdist rannsókn lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en fyrir liggur að mikill tími hefur farið í mál þetta. Með hliðsjón af þessu greiði ákærðu óskipt 1/3 hluta af 13.828.480 króna málsvarnarlaunum Páls Kristjánssonar héraðsdómslögmanns á móti 2/3 hlutum sem greiðast úr ríkissjóði. Ákærðu og ríkissjóður greiði í sömu hlutföllum 1.115.070 króna málsvarnarlaun Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns vegna vinnu hans undir rannsókn málsins Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts við ákvörðun lögmannsþóknunar.
Ásmunda Björg Baldursdóttir saksóknarfulltrúi flutti málið fyrir ákæruvaldið.
Dóminn kveða upp héraðsdómararnir Guðjón St. Marteinsson, sem dómsformaður, og Arngrímur Ísberg og Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi.
Dómsorð:
Ákærulið A 2 er vísað frá dómi.
Ákærði, X, sæti fangelsi í 12 mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og falli refsingin niður að þeim tíma liðnum haldi ákærði almennt skilorð 57.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955.
Ákærði X greiði 242.000.000 króna sekt í ríkissjóð þar af greiði hann 158.000.000 krónur af sektinni óskipt með ákærða Þ ehf. Ákærði X sæti fangelsi í 12 mánuði í stað sektarinnar verði hún ekki greidd inna fjögurra vikna frá uppsögu dómsins að telja.
Þ ehf. sæti upptöku á: Innstæðu á bakareikningi [...], 490 dollurum og 13.500 krónum.
Sýknað er af öðrum upptökukröfum.
Skaðabótakröfum fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er vísað frá dómi.
Ríkissjóður greiði þrotabúi Ö ehf. 250.000 krónur í mákostnað.
Ákærðu greiði óskipt 1/3 hluta af 13.828.480 króna málsvarnarlaunum Páls Kristjánssonar héraðsdómslögmanns á móti 2/3 hlutum sem greiðast úr ríkissjóði. Ákærðu og ríkissjóður greiði í sömu hlutföllum 1.115.070 króna málsvarnarlaun Sveins Andra Sveinssonar hæstaréttarlögmanns.