Síðasta vettvangsgangan í landamerkjamáli
09.11.2017Líkt og kunnugt er verða breytingar á starfsemi Hæstaréttar um áramót er Landsréttur tekur til starfa sem áfrýjunardómstóll. Þau tímamót urðu í starfseminni 1. nóvember 2017 að gengið var á vettvang í landamerkjamáli í síðasta sinn að óbreyttum reglum um áfrýjun einkamála. Málið sem til meðferðar var varðaði ágreining um landamerki jarðarinnar Ár í Dalabyggð gagnvart jörðunum Skarði I og II og Geirmundarstöðum. Gengu dómendur á vettvang, ásamt lögmönnum og hluta af aðilum málsins og skoðuðu staðhætti. Voru meðfylgjandi myndir teknar af því tilefni.
Hæstiréttur kvað upp dóm í málinu í dag þar sem fallist var á kröfu eiganda jarðarinnar Ár meðal annars með vísan til lýsinga í örnefnaskrám og yfirlýsingu um landamerki jarðarinnar Geirmundarstaða sem undirrituð var af eigendum aðliggjandi jarða.
Dóminn í heild sinni má lesa hér.