Dómur um veiðirétt í Tungufljóti
07.12.2017Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem einkahlutafélag krafðist viðurkenningar á skaðabótaskyldu eigenda jarðarinnar Bergstaða fyrir að hafa hindrað veiðar á sínum vegum í ánni Tungufljóti og veitt þar sjálfir í andstöðu við tvo samninga félagsins um leigu á veiðiréttindum í ánni. Aðilar málsins deildu um skuldbindingargildi samninganna en í dómi Hæstaréttar var því slegið föstu að annar samningurinn hefði verið skuldbindandi fyrir eigendur jarðarinnar. Var jafnframt lagt til grundvallar í dóminum að eigendur jarðarinnar hefðu bæði hindrað veiðar á vegum félagsins í ánni fyrir landi jarðarinnar og veitt þar sjálfir í trássi við bæði lög um lax- og silungsveiði og samning félagsins. Með því að félagið taldist hafa leitt nægar líkur að því að það hefði orðið fyrir tjóni af þessum sökum var fallist á viðurkenningarkröfu þess.
Dóminn í heild sinni má lesa hér.