Guðrún Erlendsdóttir sett sem hæstaréttardómari
09.02.2018Guðrún Erlendsdóttir hefur verið sett sem hæstaréttardómari frá 6. febrúar til 31. mars 2018 vegna námsleyfis Helga I. Jónssonar hæstaréttardómara.
Guðrún var skipuð hæstaréttardómari 1. júlí 1986 og var fyrst kvenna til að gegna því embætti. Hún var forseti Hæstaréttar á árunum 1991 til 1992 og frá 2002 til 2003. Þá var hún varaforseti Hæstaréttar frá 1989 til 1990 og frá 2000 til 2001. Hún lét af störfum sem dómari við réttinn 15. apríl 2006.
Hún var sett sem hæstaréttardómari frá 15. september 1982 til 30. júní 1983 og eftir að hún lét af störfum við Hæstarétt var hún aftur sett frá 1. september 2014 til 31. mars 2015 og frá 1. janúar 2016 til 28. febrúar sama ár.
Hæstiréttur býður Guðrúnu velkomna til starfa.