Dómur um skaðabótaskyldu stjórnarmanna einkahlutafélags

15.02.2018

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem þrír stjórnarmenn einkahlutafélags voru taldir hafa bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart hluthafa í félaginu vegna tjóns sem hann varð fyrir þegar helsta eign félagsins var seld á undirverði til félags í eigu eins stjórnarmannsins. Var talið að hluthafinn ætti rétt til skaðabóta sem svaraði til þeirrar fjárhæðar sem hann hefði mátti vænta við sölu á hlut sínum í félaginu samkvæmt niðurstöðu yfirmatsgerðar um verðmæti eignarinnar á því tímamarki sem hún var seld.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.