Dómur um heimild kröfuhafa til að krefjast dráttarvaxta á lán í vanskilum hjá einstaklingum í greiðsluskjóli

08.03.2018

Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli þar sem viðurkennt var að bankastofnun hafi verið óheimilt að krefjast dráttarvaxta á tvö fasteignaveðslán sem voru í vanskilum á því tímabili sem einstaklingur hafði notið frestunar greiðslna samkvæmt 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga.  Kom fram að samkvæmt fyrrnefndu ákvæði væri lánardrottnum óheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfu sínum á meðan á frestun greiðslna stæði. Þá skyldi samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu ekki reikna dráttarvexti á kröfur þann tíma sem greiðsludráttur væri ef skuldari héldi af lögmætum ástæðum eftir greiðslu og var talið að svo hafi háttað til um hagi einstaklingsins það tímabil sem um ræddi í málinu.

Dóminn í heild sinni mál lesa hér.