Ákvæði í samningi um leigu á hluta úr jörð felld úr gildi

21.06.2018

Hæstiréttur kvað í dag upp dóm í máli er varðaði ágreining um gildi tiltekinna ákvæða í tveimur samningum um leigu á hluta úr jörð við Mývatn. Meðal þess sem kom fram í samningunum var að leigutakar yrðu ábúendur á jörðinni og þótti ljóst af málatilbúnaði þeirra að þau miðuðu við að þau hefðu réttarstöðu ábúenda í skilningi ábúðarlaga nr. 80/2004. Var talið ósanngjarnt af þeirra hálfu að bera framangreind ákvæði fyrir sig gagnvart leigusala og voru þau felld úr gildi með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Þá var jafnframt fallist á að breyta skyldi ákvæði síðari leigusamningsins, sem kom í stað ákvæðis fyrra samningsins, um leigugjald þannig að leiga skyldi miðuð við niðurstöðu matsmanns sem lá fyrir í málinu.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.