Annmarkar á málsmeðferð skattyfirvalda

04.10.2018

Tveir einstaklingar höfðuðu sitthvort málið á hendur íslenska ríkinu og kröfðust þess að felldir yrðu úr gildi úrskurðir ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar þar sem kveðið hafði verið á um að tilteknar greiðslur til erlends félags, sem sýnt þótti að mennirnir nytu ávinnings af, skyldu virtar sem skattskyld laun þeirra. Þá kröfðust þeir jafnframt endurgreiðslu á þeim fjármunum sem þeim hafði verið gert að greiða í kjölfar endurákvörðunar á opinberum gjöldum þeirra af þessum sökum. Héraðsdómur féllst á að skattyfirvöld hefðu ekki séð til þess að málin hefðu verið nægilega upplýst áður en hinar umþrættu ákvarðanir voru teknar og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga við meðferð þeirra. Voru kröfur mannanna því teknar til greina og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu í báðum tilvikum.

Nánar má lesa um dómana hér og hér.