Vettvangsganga í landamerkjamáli

25.10.2018

Hinn 17. október sl. gengu dómendur, ásamt lögmönnum og hluta af aðilum máls, á vettvang í máli sem varðaði ágreining um landamerki milli jarðanna Glammastaðalands, Geitabergs og Þórisstaða í Svínadal. Um var að ræða síðustu vettvangsgöngu í landamerkjamáli sem rekið er samkvæmt eldri dómstólaskipan en málinu var áfrýjað eftir að sú vettvangsganga, sem sagt var frá á heimasíðu réttarins 9. nóvember 2017, var farin. Meðfylgjandi myndir voru teknar í göngunni.

Dómur var kveðinn upp í málinu í dag en því var vísað frá héraðsdómi þar sem ekki var talið að lagður hefði verið sá grundvöllur að málsókninni að dómur yrði lagður á málið við svo búið. Dóminn í heild sinni má lesa hér.

Þess má geta að 2. nóvember nk. er fyrirhuguð vettvangsganga í máli þar sem deilt er um hvort tiltekin mannvirki sem reist hafa verið á vatnasviði Skaftár hafi haft þau áhrif að veiði sjóbirtings í Grenlæk hafi minnkað. Málflutningur í málinu verður 12. sama mánaðar.