image

Heimsóknir í Hæstarétt

06.11.2018

Hinn 2. nóvember sl. heimsótti hópur dómara frá Norðurlöndum Hæstarétt. Þeir voru staddir hér á landi í tengslum við Norrænan fund miðstjórnvalda á grundvelli Haag samningsins frá 1980 um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa en fundurinn var haldinn í Safnahúsinu sama dag. Voru meðfylgjandi myndir teknar í heimsókninni. Þá heimsóttu dómstólasýsla Lettlands réttinn 18. október og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis 23. sama mánaðar.

Á hverju ári koma fjölmargir gestir, bæði innlendir og erlendir, í heimsókn í húsnæði Hæstaréttar til að hlusta á málflutning, vera viðstaddir dómsuppsögu, til að skoða húsnæði réttarins eða koma í heimsókn í skipulögðum hópum og fá leiðsögn þar sem húsnæði réttarins er sýnt og sagt frá starfsemi hans. Voru þessir gestir 1.560 talsins árið 2017, 2.089 árið 2016, 1.905 árið 2015, 2.133 árið 2014 og 1.738 árið 2013. Eru þá ekki meðtaldir málflytjendur eða aðrir sem eiga erindi við afgreiðslu réttarins.