Síðasti málflutningurinn samkvæmt eldri dómstólaskipan
28.11.2018Í dag fór fram málflutningur í síðustu tveimur málunum sem áfrýjað var til Hæstaréttar fyrir síðustu áramót þegar ný dómstólaskipan tók gildi. Meðfylgjandi myndir voru teknar í málflutningnum af þessu tilefni en málin fluttu lögmennirnir Einar Karl Hallvarðsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Stefán A. Svensson.
Fyrsti málflutningurinn samkvæmt hinni nýju dómstólaskipan verður 9. janúar 2019 en það mál varðar það álitaefni hvort sambúðarfólk geti borið ábyrgð á greiðslu opinberra gjalda sem eiga rætur að rekja til álags á vantalda skattstofna maka.