Deilt um skaðabótaskyldu vegna úthlutunar aflaheimilda í makríl

06.12.2018

Í dag voru kveðnir upp tveir dómar þar sem krafist var viðurkenningar á skaðabótaskyldu íslenska ríkisins vegna fjártjóns sem tvær útgerðir töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskip þeirra hefðu á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hefði verið samkvæmt lögum. Í dómum Hæstaréttar kom fram að þegar ráðherra setti sérstakar reglur um stjórn veiða íslenskra skipa á grundvelli 5. mgr. 4. gr. laga nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands giltu almenn ákvæði laganna um úthlutun aflaheimilda eftir því sem við gæti átt nema á annan veg væri mælt í lögum, en svo væri ekki. Talið var að með umþrættum reglugerðum hefði verið tekin ákvörðun um að takmarka heildarafla úr makrílstofninum án þess að ákvarða aflahlutdeild fiskiskipanna miðað við veiðireynslu þeirra í makríl. Voru viðurkenningarkröfurnar því teknar til greina. 

Nánar má lesa um dómana hér og hér