Nýir dómarar við Hæstarétt Íslands
27.11.2020
Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen hafa verið skipaðar í embætti dómara við Hæstarétt Íslands og tóku þær til starfa 23. nóvember sl. Ása starfaði sem lögmaður um árabil en frá árinu 2008 gegndi hún fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands, þar af sem dósent frá árinu 2012 og prófessor frá 2018. Björg starfaði í dómsmálaráðuneytinu og var þar meðal annars skrifstofustjóri en frá árinu 2002 hefur hún verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Báðar hafa þær sinnt umfangsmiklum fræðistörfum sem og öðrum störfum. Starfsfólk Hæstaréttar býður þær velkomnar til starfa.
Meðfylgjandi mynd var tekin 27. nóvember 2020 þegar þær tóku fyrst sæti í dóminum sem skipaðir hæstaréttardómarar.