image

Markús Sigurbjörnsson sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands.

11.10.2021

Miðvikudaginn 6. október sl. var Markús Sigurbjörnsson sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands. Markús var hæstaréttardómari frá árinu 1994 til 2019 eða í ríflega 25 ár. Þá var hann forseti réttarins á árunum 2004 og 2005 og aftur á árunum 2012 til 2016 en enginn hefur gegnt því embætti lengur. Áður en Markús var skipaður hæstaréttardómari var hann prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann hefur ritað bækur og fræðigreinar á sviði réttarfars sem eru grundvöllur kennslu og fræðistarfa á því sviði. Einnig hefur hann komið að undirbúningi lagasetningar á sviði réttarfars og má þá helst nefna þær breytingar sem urðu á dómstólaskipaninni og réttarfari við aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds 1. júlí 1992. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.