Heimsókn frá Sýslumannafélagi Íslands

09.12.2022

Fimmtudaginn 8. desember sl. fékk Hæstiréttur heimsókn frá Sýslumannafélagi Íslands. Forseti og skrifstofustjóri réttarins tóku á móti sýslumönnum og kynntu þeim starfsemina og svöruðu fyrirspurnum.

Við þetta tækifæri afhenti Arndís Soffía Sigurðardóttir formaður félagsins Hæstarétti veglega gjöf þess í tilefni af aldarafmæli réttarins 16. febrúar 2020. Um er að ræða innbundið eintak af Járnsíðu í útgáfu frá árinu 1847. Í henni koma fram hin þekktu ummæli að með lögum skuli land byggja en með ólögum eyða. Af því má ráða að hugmyndin um réttarríkið var þekkt á 13. öld hér á landi og einnig annars staðar á Norðurlöndum þar sem sömu ummæli koma fram í öðrum lögbókum frá þessum tíma. Bókinni hefur verið fundinn staður í viðhafnarskrifstofu forseta réttarins.

Myndirnar eru frá athöfninni.