image

Málflutningskeppni Orators félags laganema

07.03.2023

Laugardaginn 4. mars fór fram í Hæstarétti málflutningskeppni Orators félags laganema.

Tvö lið tóku þátt í keppninni. Sigurliðið var skipað þeim Dagbjörtu Ýr Kiesel, Jónínu Þórdísi Karlsdóttur, Kristínu Ölfu Arnórsdóttur, Kristjönu Guðbjartsdóttur og Lilju Hrönn Önnudóttur Hrannarsdóttur. Hitt liðið var skipað þeim Jóni Sigfúsi Jónssyni, Óðni Inga Þórarinssyni, Sigurbjörgu Nönnu Vignisdóttur, Þóru Birnu Ingvarsdóttur og Þórdísi Ólöfu Jónsdóttur.

Ræðumaður keppninnar var Þóra Birna Ingvarsdóttir.

Dómarar í keppninni voru hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Björg Thorarensen og Ása Ólafsdóttir og Kristín Benediktsdóttir dósent og Ari Karlsson lögmaður.

Athygli vakti öryggi keppenda þótt þau væru að þreyta sína frumraun á þessu sviði. Allar málflutningsræður voru rökfastar og vel fluttar og mjótt var á mununum milli liðanna og keppenda.

Hæstiréttur þakkar keppendum fyrir ánægjulega uppákomu og óskar þeim alls heilla í námi og störfum. Meðfylgjandi myndir voru teknar af þessu tilefni.