Nýir starfsmenn
07.03.2023
Á undanförnum mánuðum hafa þrír nýir starfsmenn hafið störf hjá Hæstarétti. Herdís Traustadóttir var ráðin til starfa í nóvember síðast liðinn til þess að annast móttöku og upplýsingagjöf ásamt því að vera umsjónarmaður með skrifstofu réttarins. Herdís starfaði um árabil hjá Hugverkastofu áður en hún skipti um starfsvettvang og flutti sig til Hæstaréttar. Jenný Harðardóttir og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir hófu störf sem aðstoðarmenn dómara 1. mars sl. Jenný starfaði áður sem lögmaður á Juris lögmannsstofu en Snædís Ósk er lögfræðingur hjá dómstólasýslunni. Snædís er í tímabundnu hlutastarfi sem aðstoðarmaður dómara við réttinn ásamt því að starfa áfram hjá dómstólasýslunni.