Samráðsfundur með formanni Lögmannafélags Íslands og ríkissaksóknara
21.02.2024Reglulega heldur Hæstiréttur samráðsfund með málflytjendum en þá sitja af þeirra hálfu formaður Lögmannafélags Íslands og ríkissaksóknari. Fyrr í þessum mánuði var haldinn slíkur fundur með Sigurði Erni Hilmarssyni og Sigríði Friðjónsdóttur. Einnig tóku þátt í fundinum Sonja Hafdís Pálsdóttir, verkefnastjóri hjá Hæstarétti, og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, lögfræðingur hjá dómstólasýslunni til að ræða nýtingu rafrænna lausna hjá dómstólunum. Meðfylgjandi mynd var tekin af því tilefni.