Norræna málflutningskeppnin
10.06.2024
Hinn 6. til 9. júní sl. fór fram árleg málflutningskeppni norrænna laganema í Stokkhólmi. Af hálfu Íslands tók þátt í keppninni lið frá lagadeild Háskóla Íslands en það skipuðu þau Gísli Laufeyjarson Höskuldsson, Jón Sigfús Jónsson, Líney Helgadóttir, Sigurlaug Eir Þórsdóttir og Ylfa Helgadóttir. Aðalleiðbeinandi liðsins var Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Árangur liðsins var mjög góður en það komst í undanúrslit. Þeim árangri hefur lið frá Íslandi ekki náð frá árinu 2010. Allir dómarar Norðurlandanna við Mannréttindadómstól Evrópu dæmdu í keppninni, þar með talið íslenski dómarinn Oddný Mjöll Arnardóttir. Jafnframt dæmdu í keppninni dómarar frá æðstu dómstólum landanna en af hálfu Hæstaréttar tóku þátt Benedikt Bogason, forseti réttarins, og Björg Thorarensen, hæstaréttardómari. Myndin var tekin af íslenska hópnum á hátíðarkvöldverði keppninnar.