EFTA-dómstóllinn 30 ára

30.09.2024

Fimmtudaginn 26. september var haldin ráðstefna í Lúxemborg á vegum EFTA-dómstólsins í tilefni af 30 ára afmæli hans. Ráðstefnuna sóttu hæstaréttardómararnir Benedikt Bogason, Sigurður Tómas Magnússon, Karl Axelsson og Ása Ólafsdóttir. Einnig tóku þátt í ráðstefnunni aðstoðarmenn dómara, þau Linda Ramdani, Jenný Harðardóttur og Guðmundur Snæbjörnsson. Meðal ráðstefnugesta var Þorgeir Örlygsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar en hann var dómari við EFTA-dómstólinn á árunum 2003 til 2011. Í tilefni af afmælinu kom út ritið „Developing the EEA over Three Decades“. Í það rita Benedikt og Þorgeir kafla um áhrif dóma EFTA-dómstólsins á dóma Hæstaréttar. Myndin var tekin af hópnum í ráðstefnusalnum.