Skúli Magnússon nýr dómari við Hæstarétt
01.10.2024
Skúli Magnússon var skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 1. október 2024 og hóf því störf við réttinn í dag. Skúli var kjörinn umboðsmaður Alþingis frá og með 1. maí 2021. Hann starfaði sem héraðsdómari um árabil, sinnti kennslu við lagadeild Háskóla Íslands og var um tíma dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Skúli var dómritari EFTA-dómstólsins 2007-2012.