image
image

Haustferð Hæstaréttar

14.10.2024

Hæstiréttur hefur um nokkurt skeið árlega heimsótt embætti á landsbyggðinni. Að þessu sinni var farið til Akureyrar föstudaginn 11. október. Fyrst var farið í Héraðsdóm Norðurlands eystra þar sem Arnbjörg Sigurðardóttir, dómstjóri, gerði grein fyrir starfseminni. Í framhaldi af því ræddu gestir við starfsmenn dómstólsins. Að því loknu tók Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, á móti hópnum og gerði grein fyrir störfum lögreglunnar í umdæminu. Einnig gafst kostur á að ræða við starfsmenn á embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Myndir frá heimsóknunum fylgja.