Heimsókn frá sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi

13.01.2025

Í gær heimsótti Hæstarétt Clara Ganslandt en hún er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Með henni í för var Samuel Ulfgard, varasendiherra. Á móti þeim tóku Benedikt Bogason, forseti réttarins, Ása Ólafsdóttir hæstaréttardómari og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri og kynntu starfsemi Hæstaréttar.