Heimsókn laganema frá Ohio Northern University og gestgjöfum þeirra

18.03.2025

Í liðinni viku fékk Hæstiréttur heimsókn frá nemendum við lagadeild Ohio Northern University ásamt gestgjöfum þeirra úr lagadeild Háskóla Íslands. Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri, Guðmundur Snæbjörnsson og Linda Ramdani aðstoðarmenn dómara tóku á móti hópnum, kynntu starfsemi réttarins og svöruðu spurningum. Myndin var tekin við þetta tækifæri.