Heimsókn laganema
27.03.2025
Í dag voru viðstödd málflutning í Hæstarétti laganemar á fyrsta ári við lagadeild Háskóla Íslands en þau mættu ásamt kennara sínum Kára Hólmari Ragnarssyni dósent. Meðal námsgreina þeirra er stjórnskipunarréttur og komu þau til að fylgjast með málflutningi í máli sem snertir það réttarsvið. Fyrir málflutninginn ræddu Benedikt Bogason forseti réttarins og Björg Thorarensen hæstaréttardómari við nemendurna og gerðu grein fyrir starfseminni og því máli sem flutt var. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.