Dómsmálaráðherra heimsækir Hæstarétt

03.04.2025

Í dag heimsótti Hæstarétt dómsmálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Í föruneyti ráðherra voru Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson aðstoðarmaður ráðherra. Á móti gestunum tóku Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar, Sigurður Tómas Magnússon varaforseti réttarins og Ólöf Finnsdóttir skrifstofustjóri. Ráðherra voru sýnd húsakynni Hæstaréttar og í kjölfarið átti hún fund með dómurum og öðru starfsfólki réttarins. Þar voru rædd þau málefni sem eru á starfssviði ráðherrans og þær áskoranir sem dómstólar standa frammi fyrir. Meðal þess sem bar á góma voru lagabreytingar til að tryggja betur aðkomu Hæstaréttar að málum sem ástæða er til að rétturinn taki afstöðu til með hliðsjón af hlutverki hans sem dómstóls á þriðja dómstigi.