Um skráningu hagsmuna
Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verði aðgengilegar á heimasíðu réttarins...
Hæstiréttur hefur ákveðið að frá byrjun árs 2017 verði aðgengilegar á heimasíðu réttarins upplýsingar um hagsmunatengsl
hæstaréttardómara. Við ákvörðun um efni þessara upplýsinga hefur verið tekið mið af því sem dómurum ber að tilkynna
nefnd um dómarastörf um samkvæmt fyrirmælum 45. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla og reglum settum samkvæmt þeim.
Jafnframt hefur verið litið annars vegar til reglna Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og
trúnaðarstörfum utan þings og hins vegar til þess hvernig atriðum sem þessum er hagað á Norðurlöndunum. Á þessum grunni
munu upplýsingarnar varða eftirfarandi meginatriði:
1. Aukastörf hvers og eins dómara ásamt því hvort greiðsla komi fyrir þau og þá úr hendi hvers.
2. Fasteignir í eigu dómara sem ætlaðar eru til annars en eigin nota fyrir hann og fjölskyldu hans.
3. Eignarhluta í hvers kyns félögum.
4. Allar skuldir dómara sem ekki tengjast beinlínis öflun fasteignar til eigin nota.
5. Aðild dómara að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði.
Upplýsingar þessar munu miðast við stöðu í ársbyrjun 2017 og verða þær framvegis uppfærðar jafnskjótt og tilefni er til.
Telji aðilar að einstökum dómsmálum sig þurfa að fá tilgreindar upplýsingar um eitthvert áðurgreindra atriða á tilteknu
fyrra tímamarki varðandi dómara í málum þeirra geta þeir beint fyrirspurn um það til Hæstaréttar.
Sjá Meira
Ása Ólafsdóttir
Aukastörf:
1. Formaður réttarfarsnefndar frá 01.03.2022 - 28.02.2027.
2. Varadómari við EFTA-dómstólinn.
3. Formaður nefndar til að fjalla um hæfni umsækjenda um embætti dómara frá 23.07.2023 - 22.07.2028.
4. Varaforseti Endurupptökudóms frá 01.08.2024 - 31.01.2027.
Aukastörf eru launuð af ríkinu og EFTA-dómstólnum.
Fasteignir aðrar en til eigin nota:
Engar.
Eignarhlutur í félögum:
Enginn.
Skuldir:
Engar skuldir nema vegna öflunar húsnæðis til búsetu.
Aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði:
1. Lögfræðingafélag Íslands.
2. Dómarafélag Íslands.
3. Kraftlyftingafélag Reykjavíkur.
Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar
Aukastörf:
1. Hlutastarf sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
2. Á sæti í dómnefnd Háskólans á Bifröst um framgang og akademískt hæfi.
Aukastörf eru launuð af ríkinu.
Fasteignir aðrar en til eigin nota:
1. 25% eignarhluti í jörðinni Mjóanesi í Bláskógarbyggð (fastanr. 220880-2).
2. Fjórar lóðir úr landi jarðarinnar Mjóaness (fastanr. 23-4688-5, 23-4688-6, 23-4688-7 og 23-4688-9).
Eignarhlutur í félögum:
Mjóanes ehf., nafnverð 125.000 krónur eða 25% af hlutafé. Hluthafar eru eigendur samnefndrar jarðar og skiptist hlutaféð eftir eignarhluta þeirra í jörðinni. Tilgangur félagsins er að fara með sameiginleg málefni vegna eignarhalds jarðarinnar.
Skuldir:
Engar skuldir nema vegna öflunar húsnæðis til búsetu.
Aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði:
1. Lögfræðingafélag Íslands.
2. Dómarafélag Íslands.
3. Félag um vátryggingarétt.
4. Hið íslenska bókmenntafélag.
5. Knattspyrnufélagið Fram.
6. Varadómari við áfrýjunardómstól HSÍ.
Björg Thorarensen
Aukastörf:
1. Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands.
2. Varaforseti Hins íslenska bókmenntafélags og á sæti í fulltrúaráði félagsins.
3. Varadómari við Mannréttindadómstól Evrópu.
4. Í stjórn Dómarafélags Íslands.
Fasteignir aðrar en til eigin nota:
Engar.
Eignarhlutur í félögum:
Engir.
Skuldir:
Lán frá SL lífeyrissjóði, 41.000.000 krónur, í þágu sonar vegna fasteignakaupa.
Aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði:
1. Lögfræðingafélag Íslands.
2. Dómarafélag Íslands.
3. Hið íslenska bókmenntafélag.
Karl Axelsson
Aukastörf:
1. Hlutastarf sem prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Greitt af Háskóla Íslands.
2. Prófdómari í lögfræðilegri álitsgerð á námskeiðum sem haldin eru til öflunar héraðsdómslögmannsréttinda. Greitt af Lögmannafélagi Íslands.
3. Hefur kennt á einstökum námskeiðum á vegum Lögmannafélags Íslands. Greitt af Lögmannafélagi Íslands.
Fasteignir aðrar en til eigin nota:
1. Íbúð að Keilugranda 6, 202-4192 (50%).
2. Jörðin Gamli Bjalli 3, Rangárþingi ytra, 252-1919 (50%).
3. Jörðin Bjalli í Landsveit, Rangárþingi ytra, 219-6337 (6,25%).
4. Lóðirnar Grenilundur 21 (233-2048) og 23 (233-1085), Mosfellsbæ (25%)
Eignarhlutur í félögum:
Enginn.
Skuldir:
Lán við Almenna lífeyrissjóðinn vegna íbúðar skv. lið 1. undir Fasteignir aðrar en til eigin nota að eftirstöðvum 30.000.000 krónur, 40 ár eftir af lánstíma (50%).
Aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði:
1. Félagi í Knattspyrnufélaginu Val og situr í aðalstjórn þess.
2. Fulltrúaráðsmeðlimur í Hlíðarenda ses. sem starfar um hagsmuni Vals.
3. Félagi í Ferðafélagi Íslands.
4. Félagi í Lögfræðingafélagi Íslands.
5. Félagi í Dómarafélagi Íslands.
6. Í Nemenda- og hollvinasamtökum Menntaskólans við Hamrahlíð.
7. Félagi í Fuglavernd.
Ólafur Börkur Þorvaldsson
Aukastörf:
1. Stundakennari við Háskólann í Reykjavík á sviði réttarfars frá árinu 2021. Greitt af Háskólanum í Reykjavík.
Fasteignir aðrar en til eigin nota:
1. Eignarhluti í fasteignum í landi Ormstaða í Grímsnes- og Grafningshreppi (24% af Þverholtsvegi 22, fastanúmer 220-8199 og 10% af Þverholtsvegi 24, fastanúmer 234-5012).
Eignarhlutur í félögum:
Á engar slíkar eignir.
Skuldir:
Engar aðrar en vegna öflunar húsnæðis til búsetu.
Aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði:
1. Lögfræðingafélag Íslands
2. Dómarafélag Íslands
3. Breiðablik, ungmennafélag
Sigurður Tómas Magnússon, varaforseti Hæstaréttar
Aukastörf:
1. Formaður stjórnar dómstólasýslunnar frá 01.08.2020
2. Kennsla og prófun á námskeiðum til öflunar réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi.
3. Kennsla á stuttum námskeiðum hjá LMFÍ o.fl.
4. Skipaður formaður starfshóps um sameiningu héraðsdómstólanna af dómsmálaráðherra 23. mars 2022.
Fasteignir aðrar en til eigin nota:
1. Jörðin Grafarbakki 2 í Hrunamannahreppi (F2203244).
Eignarhlutur í félögum:
Enginn.
Skuldir:
Engar skuldir aðrar en vegna öflunar húsnæðis til búsetu.
Aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði:
1. Lögfræðingafélag Íslands.
2. Dómarafélag Íslands.
3. Knattspyrnufélagið Valur.
Skúli Magnússon
Aukastörf:
Dósent (20%) við lagadeild Háskóla Íslands.
Fasteignir aðrar en til eigin nota:
Engar.
Eignarhlutur í félögum:
Engir.
Skuldir:
Engar skuldir nema vegna öflunar húsnæðis til búsetu.
Aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði:
1. Lögfræðingafélag Íslands.
2. Dómarafélag Íslands.
3. Hið íslenska bókmenntafélag.
4. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík.
5. Hinn íslenski Alpaklúbbur.