Skipan Hæstaréttar Íslands byggir á lögum um dómstóla nr. 50/2016. Um málskot og meðferð mála fyrir dóminum fer samkvæmt lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála
Hér er einnig að finna reglur um nafnleynd í útgáfu hæstaréttardóma, réttindi lögmanna við rekstur máls fyrir réttinum, dómsgerðir í einkamálum og opinberum málum sem og málsgögn í einkamálum og í opinberum málum, en reglur þessar lýsa í hvern búning málum skulu komið fyrir meðferð þeirra í Hæstarétti. Loks eru hér upplýsingar um dómsmálagjöld.
- Reglur um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum dómstólanna
- Reglur um réttindi lögmanna
- Málsgögn - einkamál
- Málsgögn - sakamál
- Reglur um kærumálsgögn í einkamálum
Vakin er athygli á að unnt er að óska eftir nafnleynd þegar ár er liðið frá birtingu dómsúrlausnar. Hægt er að óska eftir því [hér].