Tilmæli til málflytjenda

 

  • Hliðsjónargögnum verði skilað sjö dögum fyrir málflutning.
  • Ræðuyfirliti verði skilað eigi síðar en tveimur dögum fyrir málflutning.

  • Þeir málflytjendur sem eru að mæta í málflutning í fyrsta sinn fyrir Hæstarétti skulu kynna sig stuttlega áður en málflutningur hefst.

  • Mælst er til þess að málsgögnum verði jafnframt skilað rafrænt í gegnum skjalagátt Hæstaréttar þannig að þau verði ljóslesin í leitanlegu formi (OCR ). Hvert rafrænt skjal skal hafa lýsandi heiti og þeim ekki skeytt saman. Hæstiréttur tekur ekki á móti minnislyklum eða diskum.

  • Leiðbeiningar um efnisyfirlit yfir kærumálsgögn, sjá hér: